Lífið

Spilaði golf í gömlum Hagkaupsslopp

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson spilaði golf í búning.
Sigmundur Ernir Rúnarsson spilaði golf í búning.
Auglýsingastofan PIPAR/TBWA hélt golfmót starfsmanna á miðvikudag. Mikill metnaður var lagður í búninga liðanna en þar mátti sjá Valla sport í gervi Hughs Hefner og Höskuld Ólafsson í Quarashi sem Kraftwerk-meðlim.

Sigmundur Ernir Rúnarsson stal hins vegar senunni sem gömul kona í rósóttum slopp með liði sínu Kellingarnar.

„Meginhugmyndin á bak við búningaval liðsins var sú að við gætum þá spilað á svokölluðum rauðum teig, en þeir ganga oft undir nafninu kvennateigar þar sem þeir eru stysta vegalengd frá teig að holu“, sagði Sigmundur um búningavalið í samtali við Fréttablaðið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.