Mikilvægari staða, meiri ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun