Ekkert sem kemur á óvart Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:56 Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar