Lífið

"Við erum virkilega þakklátir fyrir góðar viðtökur" - myndband

Ellý Ármanns skrifar
Íslenska hljómsveitin I Need Pills To Sleep, eða Ég þarf pillur til að sofa" sem skipuð er af Sæmundi Þórðarsyni (24) söngvara, Kristjáni Gilberti (24) gítarleikara og Sigurði Arnarsyni (24) synthleikara og forritara, gaf út lag í síðustu viku, sem sjá má hér neðst í grein. 

Um er að ræða lag eftir Miley Cyrus sem ber heitið See You Again" en myndskeið íslenska bandsins hefur fengið fínar viðtökur og nú þegar er áhorfið komið yfir ellefu þúsund. 

Lagið gerðum við sem hluta af plötu sem er nú til sölu á iTunes og Spotify sem Aggi Friðbertsson tók upp og útsetti. Við fíluðum allir þetta lag en vildum útsetja það eins og okkur fannst það eiga að vera og í okkar búning," segir Kristján gítarleikari hljómsveitarinnar.

Ellefu þúsund áhorf er nokkuð gott? Já, við erum virkilega þakklátir fyrir góðar viðtökur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.