Stjörnumenn skora á 23 mínútna fresti manni færri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Stjarnan er búin að vinna báða leikina þegar Atli Jóhannsson var sendur snemma í sturtu. Vísir/Daníel Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira