Endurspeglar fjölbreytileika Asparfells Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 10:30 Listakonan Sara Riel er ánægð með nýjustu veggmynd sína Fjöður sem verður afhjúpuð í dag en verkið er 17metra hátt. F25040714 Vísir/Arnþór „Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira