Íbúar í hættu í sprengingu við Gálgahraun Stefán Árni Pálsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 15:11 Haraldur segir að steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. mynd/aðsend Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira