Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 08:45 Elsa Sæný Valgeirsdóttir stjórnar hér karlaliði HK í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Valli Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Íþróttir Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Íþróttir Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira