Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. mars 2014 09:00 Gunnar Bragi Sveinsson Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira