Víðtæk leit stendur nú yfir á suðurhluta Indlandshafs að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.
Í gær tilkynntu Ástralar að gervitunglamyndir gæfu til kynna að brak væri á floti í sjónum um 2500 kílómetra vestur af áströlsku borginni Perth.
Fimm flugvélar skanna nú svæðið og reyna að finna brakið en slæmt veður í gær kom í veg fyrir að leitin kæmist á fullt skrið.
Sökum þess hve svæðið er langt frá landi getur hver flugvél aðeins leitað í um tvo tíma áður en hún þarf að snúa til baka, en nokkur skip eru einnig á svæðinu og fleiri eru á leiðinni.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)