Tónlist

Fyrsta tónleikaröðin í 35 ár

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kate Bush er goðsögn í tónlistarbransanum.
Kate Bush er goðsögn í tónlistarbransanum.
Söngkonan Kate Bush hefur tilkynnt að hún haldi fjölda tónleika síðar á árinu en það verður þá hennar fyrsta tónleikaröð í 35 ár.

Kate, sem er hvað þekktust fyrir lög á borð við Wuthering Heights, Babooshka og Don‘t Give Up, ætlar að halda fimmtán tónleika í Hammersmith Apollo í London í ágúst og september og kallar hún tónleikaröðina Before the Dawn.

Kate gaf út plötuna 50 Words for Snow árið 2011 en fylgdi henni ekki eftir með tónleikaröð og hefur hún ekki haldið röð tónleika síðan árið 1979.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.