Óskar eftir stuðningi Framsóknarflokksins við vantrauststillögu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2014 21:53 Ákvörðun þingflokks Pírata að leggja fram vantrauststillögu á innanríkisráðherra kemur ekki á óvart, enda hafa óformlegar viðræður staðið yfir undanfarnar vikur milli stjórnarandstöðuflokkanna um að leggja fram slíka tillögu.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir viðbrögð innanríkisráðherra við þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að ákæra aðstoðarmann hennar vera ólíðandi. „Þetta er búið að skapa ótrúverðugleika og vantraust í garð stjórnsýslunnar, eitthvað sem við megum ekki við sem þjóð. Það er nú þegar það mikið vantraust gagnvart okkur sem sitjum á Alþingi, að við megum bara ekki við þessu og auðvitað væri eðlilegast ef hún myndi víkja, að minnsta kosti þar til þetta mál er til lykta leitt,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að ef innanríkisráðherra hefði komið fram af hreinskilni í upphafi, þá væri hún ekki í þeirri stöðu sem hún er í í dag. „Nú á að gera þetta þannig, að það á bara að einblína á einn og einn þátt málsins. En ef maður skoðar þetta heildstætt, er alveg augljóst að þessi aðili er rúinn trausti og ekkert annað í boði en að lýsa vantrausti,“ segir Birgitta.Ertu bjartsýn á að þingmenn Framsóknarflokksins komi til með að styðja þessa tillögu?„Maður hefur fundið fyrir því að mörgum í Framsóknarflokknum finnist þetta mál óþægilegt. En það þarf ákveðið hugrekki, og kannski búa einhverjir þingmenn Framsóknarflokksins yfir þannig hugrekki að þeir geti látið hjartað ráða för,“ segir Birgitta. Hún reiknar með að tillagan verði tekin fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa bæði þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, rætt sín á milli um að leggja fram vantrausttillögu á innanríkisráðherra. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu að tillagan komi ekki á óvart í ljósi atburða síðustu daga. Þingflokkur flokksins hafi þó ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir muni styðja hana. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng, en hún hafi heyrt af umræðum um slíka tillögu hjá þingmönnum annarra flokka. Þá sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fésbókarsíðu sinni í gær, að mál innanríkisráðherra sé afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum. Tengdar fréttir Ráðherra biðst undan dómsmálum Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum. 16. ágúst 2014 11:00 Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. 15. ágúst 2014 17:13 „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 Ráðherra getur verið sóttur til saka Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. 16. ágúst 2014 21:30 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar er harðorður í garð innanríkisráðherra sem hann ásakur um "misbeitingu opinbers valds af verstu sort“ 16. ágúst 2014 13:01 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ákvörðun þingflokks Pírata að leggja fram vantrauststillögu á innanríkisráðherra kemur ekki á óvart, enda hafa óformlegar viðræður staðið yfir undanfarnar vikur milli stjórnarandstöðuflokkanna um að leggja fram slíka tillögu.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir viðbrögð innanríkisráðherra við þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að ákæra aðstoðarmann hennar vera ólíðandi. „Þetta er búið að skapa ótrúverðugleika og vantraust í garð stjórnsýslunnar, eitthvað sem við megum ekki við sem þjóð. Það er nú þegar það mikið vantraust gagnvart okkur sem sitjum á Alþingi, að við megum bara ekki við þessu og auðvitað væri eðlilegast ef hún myndi víkja, að minnsta kosti þar til þetta mál er til lykta leitt,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að ef innanríkisráðherra hefði komið fram af hreinskilni í upphafi, þá væri hún ekki í þeirri stöðu sem hún er í í dag. „Nú á að gera þetta þannig, að það á bara að einblína á einn og einn þátt málsins. En ef maður skoðar þetta heildstætt, er alveg augljóst að þessi aðili er rúinn trausti og ekkert annað í boði en að lýsa vantrausti,“ segir Birgitta.Ertu bjartsýn á að þingmenn Framsóknarflokksins komi til með að styðja þessa tillögu?„Maður hefur fundið fyrir því að mörgum í Framsóknarflokknum finnist þetta mál óþægilegt. En það þarf ákveðið hugrekki, og kannski búa einhverjir þingmenn Framsóknarflokksins yfir þannig hugrekki að þeir geti látið hjartað ráða för,“ segir Birgitta. Hún reiknar með að tillagan verði tekin fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa bæði þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, rætt sín á milli um að leggja fram vantrausttillögu á innanríkisráðherra. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu að tillagan komi ekki á óvart í ljósi atburða síðustu daga. Þingflokkur flokksins hafi þó ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir muni styðja hana. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng, en hún hafi heyrt af umræðum um slíka tillögu hjá þingmönnum annarra flokka. Þá sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fésbókarsíðu sinni í gær, að mál innanríkisráðherra sé afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum.
Tengdar fréttir Ráðherra biðst undan dómsmálum Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum. 16. ágúst 2014 11:00 Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. 15. ágúst 2014 17:13 „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 Ráðherra getur verið sóttur til saka Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. 16. ágúst 2014 21:30 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar er harðorður í garð innanríkisráðherra sem hann ásakur um "misbeitingu opinbers valds af verstu sort“ 16. ágúst 2014 13:01 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ráðherra biðst undan dómsmálum Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum. 16. ágúst 2014 11:00
Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. 15. ágúst 2014 17:13
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
Ráðherra getur verið sóttur til saka Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. 16. ágúst 2014 21:30
Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57
„Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28
„Afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar er harðorður í garð innanríkisráðherra sem hann ásakur um "misbeitingu opinbers valds af verstu sort“ 16. ágúst 2014 13:01
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39