Erlent

Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu

Bjarki Ármannsson skrifar
Hermaður Kúrda fylgist með íslamistum við Mósúl-stífluna fyrr í dag.
Hermaður Kúrda fylgist með íslamistum við Mósúl-stífluna fyrr í dag. Vísir/AFP
Hersveitir Kúrda í Norður-Írak segjast hafa náð Mósúl-stíflunni, stærstu stíflu Íraks, aftur á sitt vald. Sveitir Íslamsks ríkis hertóku stífluna þann 7. ágúst síðastliðinn.

Í morgun hrintu Kúrdar, í samstarfi við lofther Bandaríkjanna, af stað aðgerðum til að hrekja sveitir íslamista frá stíflunni. Að sögn BBC vinna hermenn nú að því að finna og fjarlæga jarðsprengjur og aðrar gildrur sem íslamistar komu fyrir.

Mósúl-stíflan er hernaðarlega mjög mikilvæg, þar sem hún tryggir norðurhluta landsins vatn og rafmagn. Óttuðust margir að Íslamskt ríki myndi nota stífluna til að kaffæra nálæg svæði.


Tengdar fréttir

Stjórnarherinn í Írak endurheimtir Tíkrit

Stjórnarherinn í Írak gerði í dag áhlaup á hersveitir uppreisnarmanna öfgasamtakanna ISIS í borginni Tíkrit í norðurhluta landsins, og er borgin nú á valdi stjórnarhersins. Talið er að um 60 liðsmenn ISIS hafi fallið í árásinni.

Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag

Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt.

Ísis sækir í sig veðrið í Írak

Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×