Lífið

Setti Íslandsmet og kemst á heimsmeistaramótið

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Viðar Bragi var í þriðja sæti í sínum flokki en í 27. sæti í heildina af 2.500 keppendum.
Viðar Bragi var í þriðja sæti í sínum flokki en í 27. sæti í heildina af 2.500 keppendum. Mynd/Pétur Einarsson
„Ég er alveg í skýjunum en þetta tók vel á,“ segir járnkallinn Viðar Bragi Þorsteinsson, en hann lenti í þriðja sæti í sínum flokki á járnkarlsmótinu í Svíþjóð um helgina. Hann var í 27. sæti í heildina, af 2.500 keppendum.

Viðar Bragi, sem er fertugur kláraði keppni á tímanum 9:22:01 og með þessum frábæra árangri kemst Viðar Bragi inn á heimsmeistaramótið sem fram fer á Havaí í október og er hann fyrsti íslenski karlmaðurinn sem nær lágmarkinu, sem gefur honum keppnisrétt á heimsmeistaramótinu.

„Það eru margir sem eiga þátt í þessum árangri, eins og til dæmis fjölskyldan mín og æfingahópurinn minn hjá Þríkó. Við erum þrettán hérna úti og það er mikill stuðningur,“ bætir Viðar Bragi við.

Tvær íslenskar konur hafa keppt á heimsmeistaramótinu á Havaí, Ásdís Kristjánsdóttir og Karen Axelsdóttir.

Í járnkarlinum er synt 3,8 kílómetra, hjólað 180 kílómetra og hlaupið 42 kílómetra. „Hlaupið er alltaf erfiðast því maður er orðinn svo þreyttur fyrir það,“ segir Viðar Bragi um keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.