Söngvarinn Damon Albarn, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Blur, frumflutti ný lög af sólóplötu sinni Everyday Robots í gærkvöldi á Sundance-kvikmyndahátíðinni.
Damon söng fimm ballöður, þar á meðal You and Me og Everyday Robots, og fékk hjálp frá strengjakvartett. Hann endaði á Blur-laginu To the End.
Margir bíða í ofvæni eftir þessari fyrstu sólóplötu Íslandsvinarins en hún kemur út 28. apríl næstkomandi.