Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 17:33 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. Ísland er nú komið með fimm stig í milliriðli 1 og getur með sigri á gestgjöfum Danmörku á miðvikudag komist upp í sjö stig. Danmörk er með sex stig og Spánn fjögur en bæði lið eiga þó leik til góða síðar í dag. Spánn leikur gegn Austurríki nú síðdegis og Danmörk gegn Ungverjalandi síðar í kvöld. Danir komast í átta stig með sigri í kvöld og væru þar með öruggir með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitunum. Þeir hefðu því að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli á EM í Danmörku komast í undanúrslit keppninnar sem fara fram á föstudaginn. Ef Spánn vinnur lærisveina Patreks síðar í dag geta heimsmeistararnir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Makedóníu klukkan 15.00 á miðvikudaginn. Ísland væri þar með úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum þegar kæmi að leiknum gegn Dönum. Auk undanúrslitaleikjanna er spilað um fimmta sæti mótsins. Ísland á góðan möguleika á að komast í þann leik en til þess þurfa strákarnir að ná þriðja sætinu í milliriðlinum. Ef svo fer að Ísland og Ungverjaland verði jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðlakeppninnar mun markatala ráða því hvort liðið lendi ofar þar sem liðin skildu jöfn í viðureign sinni í Álaborg í síðustu viku. Sem stendur er Ísland með markatöluna 117-114 en Ungverjaland 85-86. Ungverjar spila gegn Dönum síðar í kvöld og svo gegn Austurríki á föstudag. EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05 Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57 Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47 Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. Ísland er nú komið með fimm stig í milliriðli 1 og getur með sigri á gestgjöfum Danmörku á miðvikudag komist upp í sjö stig. Danmörk er með sex stig og Spánn fjögur en bæði lið eiga þó leik til góða síðar í dag. Spánn leikur gegn Austurríki nú síðdegis og Danmörk gegn Ungverjalandi síðar í kvöld. Danir komast í átta stig með sigri í kvöld og væru þar með öruggir með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitunum. Þeir hefðu því að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli á EM í Danmörku komast í undanúrslit keppninnar sem fara fram á föstudaginn. Ef Spánn vinnur lærisveina Patreks síðar í dag geta heimsmeistararnir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Makedóníu klukkan 15.00 á miðvikudaginn. Ísland væri þar með úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum þegar kæmi að leiknum gegn Dönum. Auk undanúrslitaleikjanna er spilað um fimmta sæti mótsins. Ísland á góðan möguleika á að komast í þann leik en til þess þurfa strákarnir að ná þriðja sætinu í milliriðlinum. Ef svo fer að Ísland og Ungverjaland verði jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðlakeppninnar mun markatala ráða því hvort liðið lendi ofar þar sem liðin skildu jöfn í viðureign sinni í Álaborg í síðustu viku. Sem stendur er Ísland með markatöluna 117-114 en Ungverjaland 85-86. Ungverjar spila gegn Dönum síðar í kvöld og svo gegn Austurríki á föstudag.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05 Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57 Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47 Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43
Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05
Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57
Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47
Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29