Lífið

Sophie greifynja á afmæli í dag

Ugla Egilsdóttir skrifar
Sophie ásamt Játvarði prins og lafði Louise.
Sophie ásamt Játvarði prins og lafði Louise. Mynd/ Getty Images
Sophie, eiginkona Játvarðs prins, á afmæli í dag.

Hún er 49 ára gömul og hefur verið meðlimur konungsfjölskyldunnar í næstum fimmtán ár.

Áður en hún giftist Játvarði hét hún Sophie Rhys-Jones. Síðan þá hefur hún verið greifynja af Wessex.

Sagt er að miklir kærleikar séu á milli Sophie og drottningarinnar tengdamóður hennar.

Til marks um það er heimsókn drottningarinnar á spítalann eftir að Sophie fæddi dóttur sína, lafði Louise, en Elísabet drottning fer ógjarnan í heimsóknir á spítala. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.