Lífið

Venni Páer gefur Birni Braga góð ráð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Einkaþjálfarinn Venni Páer gefur sjónvarpsmanninum Birni Braga Arnarssyni góð ráð á Facebook-síðu sinni fyrir leik Íslands gegn Makedóníu í handbolta sem hefst innan skamms.

Björn Bragi steig feilspor í beinni útsendingu á RÚV þegar hann líkti íslenska landsliðinu saman við Nasista. Venni vill leggja sitt af mörkum til að það gerist ekki aftur.

Biður hann Björn Braga til dæmis að minnast ekki á Eurovision-lag Makedóníu Pred da se razdeni og rugla ekki saman Makedónískum-hnetum og Makademíu-hnetum.

„Í ljósi þess að Björn Bragi Arnarsson er góður drengur, snoppufríður en umfram allt Tottenham-aðdáandi þá lagðist ég í smá rannsóknarvinnu fyrir hans hönd þar sem ljóst er að lýsing leiksins er ekkert minna mikilvæg út á við heldur en gæði spilamennskunnar.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.