Lífið

Segist vera með handarkrikapíku

Ugla Egilsdóttir skrifar
Jennifer Lawrence geiflaði sig baksviðs á verðlaunahátíðinni.
Jennifer Lawrence geiflaði sig baksviðs á verðlaunahátíðinni. Getty Images
Jennifer Lawrence kallaði fituna í handarkrikunum á sér handarkrikapíku í viðtali við E! News.

Spyrill frá E! News tók viðtal við hana á rauða dreglinum á SAG-verðlaunahátíðinni, þar sem hún var tilnefnd  til verðlauna fyrir besta leik konu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í American Hustle.

Lupita Nyong'o vann verðlaunin í þeim flokki fyrir myndina 12 Years a Slave.

Þegar Jennifer var spurð út í kjólinn sem hún var í kvartaði hún yfir því að það sæist í handarkrikafituna á sér í kjólnum.

Síðan kallaði hún fituna handarkrikapíku. Blaðamaður E! News kallaði þetta orð dagsins á rauða dreglinum.

Hún var líka beðin um að nefna leikara sem hún leit upp til áður en hún fór að leika sjálf. Hún nefndi Charlize Theron, Sean Penn og Tommy Lee Jones, en sagðist geta haldið endalaust áfram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.