Lífið

"Ef ég hefði verið þarna með honum hefði ég stoppað hann að sjálfsögðu“

Ellý Ármanns skrifar
Máni Örn Arnarson 14 ára.
Máni Örn Arnarson 14 ára. Mynd/einkasafn
Máni Örn Arnarson fjórtán ára gekk teinréttur út af slysavarðsstofunni í gær eftir hátt fall á hnakkann þegar hann renndi sér á snjóbretti í Bláfjöllum um helgina. Pabbi Mána, Arnar Már Þórisson snjóbrettakennari, segir að hjálmurinn og brynjan hafi bjargað stráknum.

„Það sem gerist er að við erum að renna okkur niður brekkuna og ég fer aðeins á undan honum og hann stoppar við stökkpallana. Hann er ekki vanur að stökkva á stórum palli. Hann fer af stað og aðeins of hratt og kastast af pallinum og brettið fer upp og hann lendir á hnakkanum eða efri hluta baks og skellir þar niður í hallanum og fær brettið yfir sig,“ segir Arnar.



„Það sem bjargaði honum var að hann var með hjálm og í bakbrynju sem hann er klæddist inn undir. Það sem er ótrúlegt við þetta er að hann kom labbandi út af slysó. Ef hann hefði ekki verið í þessum búnaði hefði hann orðið fyrir miklu meira tjóni. Krakkar eru svo mikið að flýta sér – þetta er svona með flest alla, þeir vilja bara renna sér en ég kenni þeim að detta fyrst því það er gott að kunna að detta og það sama á við stökkpallana þar sem fólk vill fara og stökkva en er ekki búið að læra að lenda.“

„Hann hefur verið á bretti frá því hann var pínulítill. Þeir fara svolítið geyst í stökkpallana en ef ég hefði verið þarna með honum hefði ég stoppað hann að sjálfsögðu. Hann kann ekki að detta af stökkpalli,“ segir Arnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.