Lífið

Ég man ekkert eftir gærkvöldinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Instagram
Stelpurnar úr Girls Aloud, Cheryl Cole, Kimberley Walsh og Nicola Roberts, fóru út að skemmta sér á næturklúbbinum The Box í London á laugardagskvöldið.

Cheryl birti myndir af kvöldinu á Instagram og viðurkenndi að hún mundi ekkert eftir því sökum ölvunar.

„Vandræðaleg stund þegar vinir þínir senda þér myndir frá gærkvöldinu og þú manst ekki eftir því,“ skrifar Cheryl við eina af myndunum.

Hljómsveitin Girls Aloud var stofnuð árið 2002 eftir hæfileikaþáttinn Popstars: The Rivals í Bretlandi. Auk Cheryl, Kimberley og Nicolu voru Nadine Coyle og Sarah Harding einnig með í bandinu.

Stelpukvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.