Lífið

Íslendingar á sviðið fyrra kvöldið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyþór Ingi Gunnlaugsson lenti í 17. sæti í Eurovision á síðasta ári.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson lenti í 17. sæti í Eurovision á síðasta ári.
Framlag Íslands í söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldinu í Kaupmannhöfn þann 6. maí.

Dregið var nú í hádeginu en seinni undanúrslitakvöldið fer síðan fram 8. maí. Aðalkeppnin fer síðan fram 10. maí í B&W höllinni í Kaupmannahöfn.

Það var einnig dregið um það hvort þjóðirnar stíga á svið fyrri eða síðari hluta kvöldsins og mun framlag Íslands koma fram á fyrri hlutanum.

Ekki hefur íslenska framlagið verið valið en úrslitakeppnin fer fram 15. febrúar í Háskólabíói og verður í beinni útsendingu á RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.