Lífið

Brad Pitt með nýja greiðslu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Stórleikarinn Brad Pitt, 50 ára, skartaði nýrri greiðslu á rauða dreglinum á Producers' Guild-verðlaunahátíðinni í gær.

Brad þurfti að fara í klippingu fyrir nýjustu mynd sína, Fury, sem eru skrifuð og leikstýrt af David Ayer. Myndin er hádramatísk og er sögusviðið seinni heimsstyrjöldin.

Meðal annarra leikara í myndinni eru Shia LaBeouf, Logan Lerman, Jon Bernthal, Michael Peña, Jason Isaacs og Scott Eastwood. 

Tökur hafa staðið yfir í London uppá síðkastið en myndin verður frumsýnd 14. nóvember á þessu ári.

Brad stillir sér upp með Chiwetel Ejiofor og Steve McQueen.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.