Vilja gagnaver á Blönduós Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 12:00 Frá því að Blönduósvirkjun var tekin í notkun fyrir rúmum tuttugu árum hefur verið reynt að leita leiða til að nýta orkuna sem næst virkjunarstað. Í þeim tilgangi hafa menn boðið fram lóð og aðstöðu fyrir gagnaver á Blönduósi. Fréttablaðið/Pjetur „Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira