Lífið

Aldarafmæli fagnað með stæl

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Stella Pálsdóttir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Stella Pálsdóttir.
Skipafélagið Eimskip hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í Hörpu á föstudagskvöldið. Mikið var um góða gesti en veislan byrjaði á léttu hanastéli áður en gestum var boðið á tónleika í Eldborg.

Meðal söngvara voru Björgvin Halldórsson, Bubbi, KK, Kristjana Stefánsdóttir, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson.

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson var kynnir kvöldsins og fór yfir sögu Eimskipafélagsins á léttu nótunum.

Eftir tónleikana var boðið upp á glæsilegar veitingar í Silfurbergi þar sem skeggrætt var fram á nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.