Lífið

Setja upp Hamskiptin í skítkulda

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hamskiptin hafa farið sigurför um heiminn.
Hamskiptin hafa farið sigurför um heiminn.
„Við verðum í Toronto til 10. mars með íslensku leikarana Unni Ösp Stefánsdóttur, Björn Thors, Víking Kristjánsson og Eddu Arnljótsdóttur. Breski leikarinn Tom Mannion verður einnig með í för,“ segir Dýri Jónsson, framkvæmdastjóri leikhópsins Vesturports.

Leikhópurinn fór til Toronto í Kanada í gær til að setja upp leikritið Hamskiptin. Leikhópurinn hefur sett Hampskiptin upp víðs vegar um heiminn, þar á meðal í Hong Kong, Tasmaníu, Ástralíu, Bretlandi, New York og Rússlandi.

„Við erum að sýna Hamskiptin á sama tíma í München en þar standa einnig yfir sýningar á Ofviðrinu. Svo bíður ein leikmynd Hamskiptanna í Ósló eftir næsta áfangastað sem ég get ekki gefið upp hver er sem stendur. Við höfum sem sagt þurft að þrefalda leikmyndina til að anna eftirspurn. Það er lúxusvandamál,“ segir Dýri. Í Toronto verður leikritið sýnt í The Royal Alexandra-leikhúsinu.

„Þetta leikhús er í raun það þriðja í efsta klassanum á eftir Broadway og West End. Það er mjög gaman og spennandi að fara til Toronto en auðvitað skítkuldi,“ bætir Dýri við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.