Foringinn fimmtugur - nýtt myndband frá Kátum piltum Tinni Sveinsson skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“ Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp