

Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld.
Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum.
Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.
Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld.
Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld.
Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs.