Felix fagnar útgáfu með tónleikum 27. ágúst 2014 19:00 Felix Bergsson sendir nýlega frá sér plötuna Borgin. Mynd/Einkasafn „Við erum að fagna nýju plötunni á tónleikunum og förum yfir hana, ásamt því að leika nokkur lög af fyrri plötunni minni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Felix Bergsson, en hann heldur útgáfutónleika annað kvöld á Café Rosenberg. Hann sendi frá sér plötu sem ber titilinn Borgin í júlímánuði og inniheldur hún tíu lög. „Ég samdi texta við átta af tíu lögum plötunnar en á henni er að finna lög eftir frábæra lagahöfunda,“ segir Felix. Tónlistarmenn á borð við Eberg, Jón Ólafsson,Sigurð Örn Jónsson og Dr. Gunna eiga lög á plötunni. „Karl Olgeirsson á einnig tvö lög á plötunni og hann verður með mér á tónleikunum annað kvöld, ásamt frábærri hljómsveit,“ bætir Felix við. Ásamt Karli leika þeir Stefán Már Magnússon á gítar, Friðrik Sturluson á bassa og Bassi Ólafsson á trommur. Þá er söngkonan Hildur Vala sérstakur gestur á tónleikunum. Felix hefur í hyggju að kynna plötuna enn frekar með tónleikaferð um landið. „Ég tel það líklegt að ég fari um landið og kynni plötuna en það er þó ekki alveg staðfest hvenær tónleikaferðalagið hefst.“ Felix setti nýtt lag af Borginni í spilun nýlega og heitir það, Gemmér annan séns og er eftir Ottó Tynes og texti eftir Felix. Tónleikarnir annað kvöld hefjast klukkan 21.00 á Café Rosenberg en miðasala fer fram við innganginn. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum að fagna nýju plötunni á tónleikunum og förum yfir hana, ásamt því að leika nokkur lög af fyrri plötunni minni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Felix Bergsson, en hann heldur útgáfutónleika annað kvöld á Café Rosenberg. Hann sendi frá sér plötu sem ber titilinn Borgin í júlímánuði og inniheldur hún tíu lög. „Ég samdi texta við átta af tíu lögum plötunnar en á henni er að finna lög eftir frábæra lagahöfunda,“ segir Felix. Tónlistarmenn á borð við Eberg, Jón Ólafsson,Sigurð Örn Jónsson og Dr. Gunna eiga lög á plötunni. „Karl Olgeirsson á einnig tvö lög á plötunni og hann verður með mér á tónleikunum annað kvöld, ásamt frábærri hljómsveit,“ bætir Felix við. Ásamt Karli leika þeir Stefán Már Magnússon á gítar, Friðrik Sturluson á bassa og Bassi Ólafsson á trommur. Þá er söngkonan Hildur Vala sérstakur gestur á tónleikunum. Felix hefur í hyggju að kynna plötuna enn frekar með tónleikaferð um landið. „Ég tel það líklegt að ég fari um landið og kynni plötuna en það er þó ekki alveg staðfest hvenær tónleikaferðalagið hefst.“ Felix setti nýtt lag af Borginni í spilun nýlega og heitir það, Gemmér annan séns og er eftir Ottó Tynes og texti eftir Felix. Tónleikarnir annað kvöld hefjast klukkan 21.00 á Café Rosenberg en miðasala fer fram við innganginn.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira