Dómur fellur á morgun: Gæti toppað leiðréttinguna Randver Kári Randversson skrifar 27. ágúst 2014 16:13 Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/GVA Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér. Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér.
Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00