Féll í yfirlið á tónleikum Timberlake: Páll Óskar, sjúkraherbergi og týnd gleraugu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. ágúst 2014 15:34 Hér sjást Stefanía, með gleraugun sín áður en þá týndust, og Rakel vinkona hennar. Sitthvoru megin við þær eru svo stjörnurnar Páll Óskar og Justin Timberlake. „Ég lá þarna meðvitundarlaus og ég er svo þakklát fyrir allt fólkið sem hjálpaði mér,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir. Á tónleikum Justin Timberlake sem fóru fram í Kórnum á sunnudagskvöld, leið tvisvar sinnum yfir hana. „Ég er ennþá aum í höfðinu, því ég skallaði gólfið í annað skiptið sem það leið yfir mig,“ útskýrir hún. Í hitt skiptið sem hún féll í yfirlið greip Jón Eyþór Gottskálksson dansari hana. Jón dansar reglulega á sviði þegar Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður treður upp. Og voru þeir staddir þarna saman. Páll Óskar aðstoðaði einnig við björgunina. Stefanía segir að atburðarrásin sem fylgdi í kjölfarið hafi í raun verið ótrúleg. Hún var lögð í sjúkrarúm baksviðs og lá þar þegar Justin Timberlake kom af sviðinu.Sá að hún riðaði „Ég sá að hún riðaði eitthvað. Ég sá að það var ekki allt alveg í lagi,“ rifjar Jón upp. Þegar Stefanía var við það að falla greip Jón hana. „Já, ég beygði mig niður og tók um fótleggi hennar. Ég sá að hana vantaði bara súrefni, þannig að ég lyfti henni upp, yfir skarann, þannig að hún fengi betra loft. Ég bar hana svo út úr mannmergðinni,“ segir hann. Páll Óskar lýsir hetjudáðum dansarans: „Hann bara greip hana, þetta var ansi magnað. Ég reyndi að hjálpa til. Við spurðum fólkið í kringum okkur hvort það væri með vatn, en það voru allir búnir með vatnið sitt.“ Jón Eyþór og Páll Óskar skildu Stefaníu eftir í höndum vinkonu hennar Rakel Aspar sem hafði sótt hjálp. „Ég var tekin inn í herbergi þarna og lögð í sjúkrarúm,“ útskýrir Stefanía.Tónleikar Timberlake voru ótrúlega vel heppnaðir.Leið aftur yfir hana Stefaníu var hleypt aftur á tónleikana, en þá virtist sem að hún hefði jafnað sig eftir að hafa fengið vatn að drekka. „En svo leið aftur yfir mig og ég skalf öll,“ útskýrir Stefanía . Þá var Stefanía aftur færð í herbergið baksviðs og þá var hringt á sjúkrabíl. Sjúkraflutningamenn töldu ekki tilefni til þess að fara með Stefaníu á spítala, heldur var fylgst með henni í Kórnum. Henni var gefið vatn og fylgst var með öndun, hjartslætti og fleiru. „Mér var haldið þarna inni alveg heillengi, örugglega alveg í tvo klukkutíma eftir að tónleikarnir voru búnir. Þeir vildu ekki hleypa mér heim fyrr en ég væri hætt að skjálfa.“ Stefanía lá þarna baksviðs og var vinur hennar með henn. En veran baksviðs hafði ákveðin forréttindi í för með sér. „Ég lá þarna þegar Justin Timberlake kom af sviðinu. Hann var þarna bara nokkra metra frá okkur. Við áttuðum okkur eiginlega ekki almennilega á þessu fyrr en hann var farinn. Þetta var alveg ótrúlegt,“ útskýrir Stefanía. Sjúkraliðarnir sem hlúðu að Stefaníu tjáðu henni að orsök yfirliðsins hefði væntanlega verið mikill hiti og ofþornun. Rakel Ösp ók henni svo heim, en Stefanía er búsett á Selfossi.Þakklát fyrir hjálpinaStefanía segist vera ótrúlega þakklát þeim mörgu sem hjálpuðu henni. Í bæði skiptin sem hún féll í yfirlið naut hún aðstoðar annarra tónleikagesta. „Mér var sagt að nokkrir ókunngir strákar hefðu verið þarna hjá mér og Rakel í annað skiptið sem það leið yfir mig. Ég er bara svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina. Mér finnst svo magnað hvað fólk var ekkert að velta fyrir sér að það væri að missa af tónleikunum og var tilbúið að hjálpa mér.“ Stefanía skrifaði um málið á Facebook og hefur síðan þá fengið skilaboð frá ókunnugum sem urðu vitni af þessu. „Ég man auðvitað lítið eftir þessu, nema einhverjum brotum. En ég er búin að fá skilaboð frá fólki sem sá þetta og það hefur hjálpað, mér þykir ótrúlega vænt um það.“ Í öllum hamaganginum týndust gleraugu Stefaníu, en nú er talið að þau séu fundin. „Ég fékk símtal frá starfsmönnum Kórsins. Þeir fundu gleraugu sem þeir halda að séu mín. Þeir eru búnir að senda þau og ég fæ þau væntanlega á morgun.“Skemmti sér ótrúlega velÞrátt fyrir yfirliðið segist Stefanía hafa skemmt sér alveg ótrúlega vel. „Ég ætlaði ekki á tónleikana, en svo vann ég miða í einhverjum leik og fékk miðann bara þremur tímum fyrir tónleikana. Þetta var alveg ótrúlega gaman. Við vorum eiginlega alveg fremst allan tímann. Ég var eiginlega bara beint fyrir framan Justin og sá hann ótrúlega vel.“ Þegar það leið yfir Stefaníu var mikið búið af tónleikunum. Í seinna skiptið sem hún var færð inn í herbergið baksviðs var lagið Mirrors í gangi, en það var síðasta lagið sem söngvarinn bandaríski söng á tónleikunum. „Ég er ennþá svolítið aum í höfðinu eftir fallið. En annars var þetta alveg ótrúlega magnaðir tónleikar,“ segir Stefanía.Hér má sjá Justin og The Tennessee kids, hljómsveit hans.Vísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Löng röð á klósettið Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk. 24. ágúst 2014 20:31 Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr. 24. ágúst 2014 15:10 Justin Timberlake: „Þú fallega Ísland“ Bandaríski hjartaknúsarinn deildi nokkrum myndum frá tíma sínum á Íslandi með fylgjendum sínum á Twitter í dag. 24. ágúst 2014 19:02 Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. 24. ágúst 2014 16:51 Tónleikagestir að gera sig klára Um 19 þúsund Íslendingar bíða spenntir eftir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 17:19 GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21. 24. ágúst 2014 19:42 Justin Timberlake derhúfa á sex þúsund krónur Eflaust munu fjölmargir tónleikagestir nota tækifærið og kaupa sér minjagrip um kvöldið í Kórnum. 24. ágúst 2014 20:01 Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Sérstakur safabar fyrir Justin Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake. 24. ágúst 2014 18:33 „Guð minn almáttugur, þetta var sturlað.“ "Þetta voru geggjaðir tónleikar,“ segir Jón Gunnar Geirdal, almannatengill, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 25. ágúst 2014 00:08 Beyonce var stjarna VMA Beyonce og Jay Z sameinuðu fjölskylduna á sviði. 25. ágúst 2014 15:45 Stemningin inni í Kórnum Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30. 24. ágúst 2014 18:47 Timberlake hélt partí á heimsmælikvarða Ein stærsta stjarna heims skein skært í Kópavogi í kvöld. Vísir fer yfir tónleika kappans sem voru hreint út sagt frábærir. 24. ágúst 2014 22:23 Fólk flykktist á Justin Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag 24. ágúst 2014 21:29 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bæjarstjórinn í Kópavogi: „Auðvitað tók ég eftir þessu“ „Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi. 25. ágúst 2014 15:19 Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið. 24. ágúst 2014 19:09 Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum. 24. ágúst 2014 15:56 Justin Timberlake var bara byrjunin Ísleifur Þórhallsson segir von á fleiri stórstjörnum til Íslands. 26. ágúst 2014 11:30 „Þetta er stórkostleg vitleysa sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna“ Formaður MND félagsins á Íslandi segir stöðu MND sjúkra hér á landi erfiða. 25. ágúst 2014 08:00 Timberlake sló í gegn Hægt er að horfa á tónleika Timberlake heima í stofu. 24. ágúst 2014 16:27 Blandaði einn „Justin Special“ fyrir Timberlake eftir ræktina Ingunn Hlín Friðriksdóttir segir Justin Timberlake hafa lyktað vel, þrátt fyrir að vera nýkominn úr Nordica Spa þegar hún fékk mynd af sér með poppstjörnunni. 26. ágúst 2014 17:16 Halda mikið upp á Justin Timberlake Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun. 24. ágúst 2014 18:32 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Ætlar ekki með sólgleraugun inn Þessi ungi tónleikagestur var spenntur fyrir tónleikum Justin Timberlake sem hefjast innan skamms. 24. ágúst 2014 18:19 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
„Ég lá þarna meðvitundarlaus og ég er svo þakklát fyrir allt fólkið sem hjálpaði mér,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir. Á tónleikum Justin Timberlake sem fóru fram í Kórnum á sunnudagskvöld, leið tvisvar sinnum yfir hana. „Ég er ennþá aum í höfðinu, því ég skallaði gólfið í annað skiptið sem það leið yfir mig,“ útskýrir hún. Í hitt skiptið sem hún féll í yfirlið greip Jón Eyþór Gottskálksson dansari hana. Jón dansar reglulega á sviði þegar Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður treður upp. Og voru þeir staddir þarna saman. Páll Óskar aðstoðaði einnig við björgunina. Stefanía segir að atburðarrásin sem fylgdi í kjölfarið hafi í raun verið ótrúleg. Hún var lögð í sjúkrarúm baksviðs og lá þar þegar Justin Timberlake kom af sviðinu.Sá að hún riðaði „Ég sá að hún riðaði eitthvað. Ég sá að það var ekki allt alveg í lagi,“ rifjar Jón upp. Þegar Stefanía var við það að falla greip Jón hana. „Já, ég beygði mig niður og tók um fótleggi hennar. Ég sá að hana vantaði bara súrefni, þannig að ég lyfti henni upp, yfir skarann, þannig að hún fengi betra loft. Ég bar hana svo út úr mannmergðinni,“ segir hann. Páll Óskar lýsir hetjudáðum dansarans: „Hann bara greip hana, þetta var ansi magnað. Ég reyndi að hjálpa til. Við spurðum fólkið í kringum okkur hvort það væri með vatn, en það voru allir búnir með vatnið sitt.“ Jón Eyþór og Páll Óskar skildu Stefaníu eftir í höndum vinkonu hennar Rakel Aspar sem hafði sótt hjálp. „Ég var tekin inn í herbergi þarna og lögð í sjúkrarúm,“ útskýrir Stefanía.Tónleikar Timberlake voru ótrúlega vel heppnaðir.Leið aftur yfir hana Stefaníu var hleypt aftur á tónleikana, en þá virtist sem að hún hefði jafnað sig eftir að hafa fengið vatn að drekka. „En svo leið aftur yfir mig og ég skalf öll,“ útskýrir Stefanía . Þá var Stefanía aftur færð í herbergið baksviðs og þá var hringt á sjúkrabíl. Sjúkraflutningamenn töldu ekki tilefni til þess að fara með Stefaníu á spítala, heldur var fylgst með henni í Kórnum. Henni var gefið vatn og fylgst var með öndun, hjartslætti og fleiru. „Mér var haldið þarna inni alveg heillengi, örugglega alveg í tvo klukkutíma eftir að tónleikarnir voru búnir. Þeir vildu ekki hleypa mér heim fyrr en ég væri hætt að skjálfa.“ Stefanía lá þarna baksviðs og var vinur hennar með henn. En veran baksviðs hafði ákveðin forréttindi í för með sér. „Ég lá þarna þegar Justin Timberlake kom af sviðinu. Hann var þarna bara nokkra metra frá okkur. Við áttuðum okkur eiginlega ekki almennilega á þessu fyrr en hann var farinn. Þetta var alveg ótrúlegt,“ útskýrir Stefanía. Sjúkraliðarnir sem hlúðu að Stefaníu tjáðu henni að orsök yfirliðsins hefði væntanlega verið mikill hiti og ofþornun. Rakel Ösp ók henni svo heim, en Stefanía er búsett á Selfossi.Þakklát fyrir hjálpinaStefanía segist vera ótrúlega þakklát þeim mörgu sem hjálpuðu henni. Í bæði skiptin sem hún féll í yfirlið naut hún aðstoðar annarra tónleikagesta. „Mér var sagt að nokkrir ókunngir strákar hefðu verið þarna hjá mér og Rakel í annað skiptið sem það leið yfir mig. Ég er bara svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina. Mér finnst svo magnað hvað fólk var ekkert að velta fyrir sér að það væri að missa af tónleikunum og var tilbúið að hjálpa mér.“ Stefanía skrifaði um málið á Facebook og hefur síðan þá fengið skilaboð frá ókunnugum sem urðu vitni af þessu. „Ég man auðvitað lítið eftir þessu, nema einhverjum brotum. En ég er búin að fá skilaboð frá fólki sem sá þetta og það hefur hjálpað, mér þykir ótrúlega vænt um það.“ Í öllum hamaganginum týndust gleraugu Stefaníu, en nú er talið að þau séu fundin. „Ég fékk símtal frá starfsmönnum Kórsins. Þeir fundu gleraugu sem þeir halda að séu mín. Þeir eru búnir að senda þau og ég fæ þau væntanlega á morgun.“Skemmti sér ótrúlega velÞrátt fyrir yfirliðið segist Stefanía hafa skemmt sér alveg ótrúlega vel. „Ég ætlaði ekki á tónleikana, en svo vann ég miða í einhverjum leik og fékk miðann bara þremur tímum fyrir tónleikana. Þetta var alveg ótrúlega gaman. Við vorum eiginlega alveg fremst allan tímann. Ég var eiginlega bara beint fyrir framan Justin og sá hann ótrúlega vel.“ Þegar það leið yfir Stefaníu var mikið búið af tónleikunum. Í seinna skiptið sem hún var færð inn í herbergið baksviðs var lagið Mirrors í gangi, en það var síðasta lagið sem söngvarinn bandaríski söng á tónleikunum. „Ég er ennþá svolítið aum í höfðinu eftir fallið. En annars var þetta alveg ótrúlega magnaðir tónleikar,“ segir Stefanía.Hér má sjá Justin og The Tennessee kids, hljómsveit hans.Vísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Löng röð á klósettið Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk. 24. ágúst 2014 20:31 Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr. 24. ágúst 2014 15:10 Justin Timberlake: „Þú fallega Ísland“ Bandaríski hjartaknúsarinn deildi nokkrum myndum frá tíma sínum á Íslandi með fylgjendum sínum á Twitter í dag. 24. ágúst 2014 19:02 Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. 24. ágúst 2014 16:51 Tónleikagestir að gera sig klára Um 19 þúsund Íslendingar bíða spenntir eftir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 17:19 GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21. 24. ágúst 2014 19:42 Justin Timberlake derhúfa á sex þúsund krónur Eflaust munu fjölmargir tónleikagestir nota tækifærið og kaupa sér minjagrip um kvöldið í Kórnum. 24. ágúst 2014 20:01 Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Sérstakur safabar fyrir Justin Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake. 24. ágúst 2014 18:33 „Guð minn almáttugur, þetta var sturlað.“ "Þetta voru geggjaðir tónleikar,“ segir Jón Gunnar Geirdal, almannatengill, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 25. ágúst 2014 00:08 Beyonce var stjarna VMA Beyonce og Jay Z sameinuðu fjölskylduna á sviði. 25. ágúst 2014 15:45 Stemningin inni í Kórnum Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30. 24. ágúst 2014 18:47 Timberlake hélt partí á heimsmælikvarða Ein stærsta stjarna heims skein skært í Kópavogi í kvöld. Vísir fer yfir tónleika kappans sem voru hreint út sagt frábærir. 24. ágúst 2014 22:23 Fólk flykktist á Justin Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag 24. ágúst 2014 21:29 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bæjarstjórinn í Kópavogi: „Auðvitað tók ég eftir þessu“ „Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi. 25. ágúst 2014 15:19 Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið. 24. ágúst 2014 19:09 Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum. 24. ágúst 2014 15:56 Justin Timberlake var bara byrjunin Ísleifur Þórhallsson segir von á fleiri stórstjörnum til Íslands. 26. ágúst 2014 11:30 „Þetta er stórkostleg vitleysa sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna“ Formaður MND félagsins á Íslandi segir stöðu MND sjúkra hér á landi erfiða. 25. ágúst 2014 08:00 Timberlake sló í gegn Hægt er að horfa á tónleika Timberlake heima í stofu. 24. ágúst 2014 16:27 Blandaði einn „Justin Special“ fyrir Timberlake eftir ræktina Ingunn Hlín Friðriksdóttir segir Justin Timberlake hafa lyktað vel, þrátt fyrir að vera nýkominn úr Nordica Spa þegar hún fékk mynd af sér með poppstjörnunni. 26. ágúst 2014 17:16 Halda mikið upp á Justin Timberlake Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun. 24. ágúst 2014 18:32 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Ætlar ekki með sólgleraugun inn Þessi ungi tónleikagestur var spenntur fyrir tónleikum Justin Timberlake sem hefjast innan skamms. 24. ágúst 2014 18:19 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Löng röð á klósettið Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk. 24. ágúst 2014 20:31
Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr. 24. ágúst 2014 15:10
Justin Timberlake: „Þú fallega Ísland“ Bandaríski hjartaknúsarinn deildi nokkrum myndum frá tíma sínum á Íslandi með fylgjendum sínum á Twitter í dag. 24. ágúst 2014 19:02
Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. 24. ágúst 2014 16:51
Tónleikagestir að gera sig klára Um 19 þúsund Íslendingar bíða spenntir eftir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 17:19
GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21. 24. ágúst 2014 19:42
Justin Timberlake derhúfa á sex þúsund krónur Eflaust munu fjölmargir tónleikagestir nota tækifærið og kaupa sér minjagrip um kvöldið í Kórnum. 24. ágúst 2014 20:01
Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32
Sérstakur safabar fyrir Justin Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake. 24. ágúst 2014 18:33
„Guð minn almáttugur, þetta var sturlað.“ "Þetta voru geggjaðir tónleikar,“ segir Jón Gunnar Geirdal, almannatengill, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 25. ágúst 2014 00:08
Stemningin inni í Kórnum Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30. 24. ágúst 2014 18:47
Timberlake hélt partí á heimsmælikvarða Ein stærsta stjarna heims skein skært í Kópavogi í kvöld. Vísir fer yfir tónleika kappans sem voru hreint út sagt frábærir. 24. ágúst 2014 22:23
Fólk flykktist á Justin Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag 24. ágúst 2014 21:29
Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17
Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05
Bæjarstjórinn í Kópavogi: „Auðvitað tók ég eftir þessu“ „Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi. 25. ágúst 2014 15:19
Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið. 24. ágúst 2014 19:09
Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum. 24. ágúst 2014 15:56
Justin Timberlake var bara byrjunin Ísleifur Þórhallsson segir von á fleiri stórstjörnum til Íslands. 26. ágúst 2014 11:30
„Þetta er stórkostleg vitleysa sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna“ Formaður MND félagsins á Íslandi segir stöðu MND sjúkra hér á landi erfiða. 25. ágúst 2014 08:00
Blandaði einn „Justin Special“ fyrir Timberlake eftir ræktina Ingunn Hlín Friðriksdóttir segir Justin Timberlake hafa lyktað vel, þrátt fyrir að vera nýkominn úr Nordica Spa þegar hún fékk mynd af sér með poppstjörnunni. 26. ágúst 2014 17:16
Halda mikið upp á Justin Timberlake Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun. 24. ágúst 2014 18:32
Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42
Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13
Ætlar ekki með sólgleraugun inn Þessi ungi tónleikagestur var spenntur fyrir tónleikum Justin Timberlake sem hefjast innan skamms. 24. ágúst 2014 18:19