Svipuð virkni í eldgosinu og í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 19:30 Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira