Handbolti

Guðmundur endurkjörinn formaður HSÍ - 11,7 milljóna tap

Guðmundur B. Ólafsson
Guðmundur B. Ólafsson Vísir/Stefán
Handknattleikssamband Íslands hélt sitt 57. ársþing í dag og í fréttatilkynningu frá HSÍ kemur fram að litlar breytingar hafi verið gerðar á lögum sambandsins á þinginu í ár.

Velta sambandsins á árinu var 202.369.803 en tap ársins er 11.774.011 krónur. Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 5.707.725.

Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður og þau Einar Einarsson, Guðjón L. Sigurðsson, Gunnar Erlingsson og Ragnheiður Traustadóttir voru kosin í stjórn til næstu tveggja ára.

Hannes Karlsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Þorgeir Haraldsson voru öll kosin varamenn í stjórn til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×