Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. apríl 2014 16:40 Nanna ásamt dóttur sinni og blóðfaðir hennar ásamt systur hennar. Fertug kona, Nanna Ósk Jónsdóttir, fékk símtal frá blóðföður sínum, John C. Thoungari, í fyrsta sinn í síðustu viku. Nanna hefur leitað hans síðan hún var 15 ára en þau feðgin hafa aldrei hist. Hún er á leið til Bretlands að hitta hann í fyrsta skipti á næstunni. Móðir Nönnu kynntist föður hennar þegar hún var í heimsókn hjá frænku sinni í Denver í Bandaríkjunum. Það var frænka Nönnu sem kynnti foreldra hennar. „Faðir minn vildi kvænast móður minni þegar hann frétti af tilvist minni og flytja með henni til Íslands en úr því varð ekki,“ segir Nanna. Faðir minn hefur því vitað af mér allan tímann og undirritaði pappíra sem honum voru sendir og gekkst þannig við mér.“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans.“Átti eina mynd af föður sínum Móðuramma Nönnu gaf henni mynd af John þegar hún var um 15 ára. „Það er eina myndin sem ég á af honum. Hún lét hana einnig fá handskrifaðan miða með nafni föður Nönnu, heimilisfangi og hluta af kennitölu hans. „Hún sagði við mig þá að ég væri orðin nógu gömul til þess að geyma þessar upplýsingar vel og nota þær ef ég vildi einhvern tímann finna blóðföður minn,“ segir Nanna. Þegar Nanna vann á markaðsdeild Morgunblaðsins á árunum 1999 til 2003 kynntist hún ritstjóranum Styrmi Gunnarssyni. Hann reyndist henni afar hjálplegur og gaf henni góð ráð til þess að hún gæti haft upp á föður sínum. Hann stakk meðal annars upp á því að hún sendi bréf í gegnum sendiráð Bandaríkjanna hér á landi. En allt kom fyrir ekki, hún fann ekki föður sinn.Systur Nönnu og systurdóttir.Fann systur sína á Facebook Það var svo fyrir fimm árum síðan að Nönnu datt í hug að bæta fólki, með sama eftirnafn og faðir hennar er með, við sem vinum á Facebook. Hún sendi þeim mynd af honum og línu um að hún væri að leita þessa manns þar sem hann væri faðir hennar. Þremur árum síðar hringdi loks kona í Nönnu og sagðist vera systir hennar. „Þetta var fyrir rúmum tveimur árum, rétt fyrir jólin. Ég var að koma dóttur minni í háttinn þegar hún hringdi og það var að nálgast miðnætti. Ég hélt að þetta væri vinkona mín sem býr í Bretlandi því símanúmerið var þaðan,“ segir hún. Í samtalinu kom í ljós að John hafði flutt til Bretlands ári eftir að Nanna fæddist. Hann hafði einnig skipt um ríkisfang og er ekki lengur bandarískur ríkisborgari heldur breskur og tælenskur. „Því var ekki von að ég fyndi hann ekki í Bandaríkjunum.“Missti sig af gleði „Þetta var eins og í Twilight Zone, ég bara gapti á símtólið og endurtók: hvað segirðu?,“ segir Nanna um fyrsta símtalið við systur sína. „Ég bara missti mig í gleðinni. Loksins, loksins var ég búin að finna blóðföður minn, hinn óútskýrða hluta af mér. Nanna segist þó hafa verið nokkuð hissa á því hversu seint systir hennar hafði samband. Systir hennar hefðu þremur árum fyrr áttað sig á því hvernig í pottinn var búið. „Hún sagði mér að ég yrði að setja mig í þeirra spor, það væri stórmál að komast að því að hún ætti systur og það á Íslandi.“ Eiginmaður systur hennar hvatti hana til þess að hafa samband. Systirin ætlaði að taka upp ættarnafn eiginmannsins og því hefði Nanna aldrei fundið hana í gegnum Facebook aftur. „Þetta er því líka honum að þakka. Ég á eftir að knúsa þann mann þegar ég hitti hann og ég verð honum ævinlega þakklát.“Systir Nönnu ásamt eiginmanni sínum. Það er að hluta til honum að þakka að systirin ákvað að hafa samband við Nönnu.Var á röltinu þegar símtalið barst Ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan ég hafi tónlistina í mér og listrænan áhuga,“ segir Nanna. „Hvaðan hef ég þessa innri ró, jafnvægi, er algjör Pollýanna í mér og mjög opin. Ég hef verið þannig frá var því að ég var barn, róleg en samt alltaf mjög atorkusöm.“ „Þegar ég var búin að heyra lýsingar af blóðföður mínum fékk ég loks svörin. Þegar ég talaði við hann í síma þá fékk ég enn frekari svör.“ Nanna var stödd á Skólavörðustígnum þegar símtalið frá föður hennar barst „Hann sagðist trúa á heppni og telur mig vera dýrmætasta lukkupottinn sinn,“ segir Nanna hlæjandi. „Þvílík góðmennska og góðvild en ég var búin að búa mig undir að það yrði skellt á nefið á mér og hann myndi jafnvel hafna mér. Maður hefur heyrt um slíkt og áfallið í kjölfarið getur verið mikið. Ég fór því næstum að hágráta af gleði.“ „Systir mín tók mér líka svo vel og var líka svo glöð. Greinilega mjög heilsteypt fólk. Hún talaði fallega um fjölskylduna mína en hún var búin að skoða Facebook-síðuna mína vandlega,“ segir Nanna.Faðir Nönnu hafði leitað hennar Þegar yngri systir Nönnu hafði samband við hana hafði hún ekki sagt öðrum fjölskyldumeðlimum frá því að hverju hún hefði komist. Hún gerði það í kjölfar símtalsins við Nönnu. „Blóðfaðir minn varð mjög hrærður. Hann hefur alltaf hugsað til mín og velt því fyrir sér hvernig mér hefði vegnað.“ Blóðfaðir hennar hafði meðal annars leitað til íslenska sendiráðsins í Bretlandi en hann fann hana ekki þar sem hans er hvergi getið í þjóðskrá. „Þar hafa orðið einhver mistök,“ segir Nanna.Ætlar að elda fyrir dóttur sína Nanna var með ferð til Bretlands planaða ásamt vinkonum sínum í maí. Hún ætlar að nýta tækifærið og hitta fjölskyldu sína í leiðinni. „Við erum búin að mæla okkur mót daginn eftir að ég kem. Hann er yfirkokkur hjá ríkisstofnun í Bretlandi og hans helsta ástíða er að elda. Ég spurði hann því hvort hann ætlaði ekki að elda fyrir mig. Hann hélt það nú,“ segir Nanna. „Ég mun væntanlega hitta þau öll. Guði sé lof þá er þetta bara yndislegt og kærleiksríkt fólk sem vill klárlega halda vel utan um sitt fólk.“ Vinkonur Nönnu verða á hliðarlínunni. „Þær verða með mynda- og upptökuvélar. Síðan held ég að það sé öruggast að við verðum allar með eins og einn pakka af vasaklútum við höndina.“ Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Fertug kona, Nanna Ósk Jónsdóttir, fékk símtal frá blóðföður sínum, John C. Thoungari, í fyrsta sinn í síðustu viku. Nanna hefur leitað hans síðan hún var 15 ára en þau feðgin hafa aldrei hist. Hún er á leið til Bretlands að hitta hann í fyrsta skipti á næstunni. Móðir Nönnu kynntist föður hennar þegar hún var í heimsókn hjá frænku sinni í Denver í Bandaríkjunum. Það var frænka Nönnu sem kynnti foreldra hennar. „Faðir minn vildi kvænast móður minni þegar hann frétti af tilvist minni og flytja með henni til Íslands en úr því varð ekki,“ segir Nanna. Faðir minn hefur því vitað af mér allan tímann og undirritaði pappíra sem honum voru sendir og gekkst þannig við mér.“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans.“Átti eina mynd af föður sínum Móðuramma Nönnu gaf henni mynd af John þegar hún var um 15 ára. „Það er eina myndin sem ég á af honum. Hún lét hana einnig fá handskrifaðan miða með nafni föður Nönnu, heimilisfangi og hluta af kennitölu hans. „Hún sagði við mig þá að ég væri orðin nógu gömul til þess að geyma þessar upplýsingar vel og nota þær ef ég vildi einhvern tímann finna blóðföður minn,“ segir Nanna. Þegar Nanna vann á markaðsdeild Morgunblaðsins á árunum 1999 til 2003 kynntist hún ritstjóranum Styrmi Gunnarssyni. Hann reyndist henni afar hjálplegur og gaf henni góð ráð til þess að hún gæti haft upp á föður sínum. Hann stakk meðal annars upp á því að hún sendi bréf í gegnum sendiráð Bandaríkjanna hér á landi. En allt kom fyrir ekki, hún fann ekki föður sinn.Systur Nönnu og systurdóttir.Fann systur sína á Facebook Það var svo fyrir fimm árum síðan að Nönnu datt í hug að bæta fólki, með sama eftirnafn og faðir hennar er með, við sem vinum á Facebook. Hún sendi þeim mynd af honum og línu um að hún væri að leita þessa manns þar sem hann væri faðir hennar. Þremur árum síðar hringdi loks kona í Nönnu og sagðist vera systir hennar. „Þetta var fyrir rúmum tveimur árum, rétt fyrir jólin. Ég var að koma dóttur minni í háttinn þegar hún hringdi og það var að nálgast miðnætti. Ég hélt að þetta væri vinkona mín sem býr í Bretlandi því símanúmerið var þaðan,“ segir hún. Í samtalinu kom í ljós að John hafði flutt til Bretlands ári eftir að Nanna fæddist. Hann hafði einnig skipt um ríkisfang og er ekki lengur bandarískur ríkisborgari heldur breskur og tælenskur. „Því var ekki von að ég fyndi hann ekki í Bandaríkjunum.“Missti sig af gleði „Þetta var eins og í Twilight Zone, ég bara gapti á símtólið og endurtók: hvað segirðu?,“ segir Nanna um fyrsta símtalið við systur sína. „Ég bara missti mig í gleðinni. Loksins, loksins var ég búin að finna blóðföður minn, hinn óútskýrða hluta af mér. Nanna segist þó hafa verið nokkuð hissa á því hversu seint systir hennar hafði samband. Systir hennar hefðu þremur árum fyrr áttað sig á því hvernig í pottinn var búið. „Hún sagði mér að ég yrði að setja mig í þeirra spor, það væri stórmál að komast að því að hún ætti systur og það á Íslandi.“ Eiginmaður systur hennar hvatti hana til þess að hafa samband. Systirin ætlaði að taka upp ættarnafn eiginmannsins og því hefði Nanna aldrei fundið hana í gegnum Facebook aftur. „Þetta er því líka honum að þakka. Ég á eftir að knúsa þann mann þegar ég hitti hann og ég verð honum ævinlega þakklát.“Systir Nönnu ásamt eiginmanni sínum. Það er að hluta til honum að þakka að systirin ákvað að hafa samband við Nönnu.Var á röltinu þegar símtalið barst Ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan ég hafi tónlistina í mér og listrænan áhuga,“ segir Nanna. „Hvaðan hef ég þessa innri ró, jafnvægi, er algjör Pollýanna í mér og mjög opin. Ég hef verið þannig frá var því að ég var barn, róleg en samt alltaf mjög atorkusöm.“ „Þegar ég var búin að heyra lýsingar af blóðföður mínum fékk ég loks svörin. Þegar ég talaði við hann í síma þá fékk ég enn frekari svör.“ Nanna var stödd á Skólavörðustígnum þegar símtalið frá föður hennar barst „Hann sagðist trúa á heppni og telur mig vera dýrmætasta lukkupottinn sinn,“ segir Nanna hlæjandi. „Þvílík góðmennska og góðvild en ég var búin að búa mig undir að það yrði skellt á nefið á mér og hann myndi jafnvel hafna mér. Maður hefur heyrt um slíkt og áfallið í kjölfarið getur verið mikið. Ég fór því næstum að hágráta af gleði.“ „Systir mín tók mér líka svo vel og var líka svo glöð. Greinilega mjög heilsteypt fólk. Hún talaði fallega um fjölskylduna mína en hún var búin að skoða Facebook-síðuna mína vandlega,“ segir Nanna.Faðir Nönnu hafði leitað hennar Þegar yngri systir Nönnu hafði samband við hana hafði hún ekki sagt öðrum fjölskyldumeðlimum frá því að hverju hún hefði komist. Hún gerði það í kjölfar símtalsins við Nönnu. „Blóðfaðir minn varð mjög hrærður. Hann hefur alltaf hugsað til mín og velt því fyrir sér hvernig mér hefði vegnað.“ Blóðfaðir hennar hafði meðal annars leitað til íslenska sendiráðsins í Bretlandi en hann fann hana ekki þar sem hans er hvergi getið í þjóðskrá. „Þar hafa orðið einhver mistök,“ segir Nanna.Ætlar að elda fyrir dóttur sína Nanna var með ferð til Bretlands planaða ásamt vinkonum sínum í maí. Hún ætlar að nýta tækifærið og hitta fjölskyldu sína í leiðinni. „Við erum búin að mæla okkur mót daginn eftir að ég kem. Hann er yfirkokkur hjá ríkisstofnun í Bretlandi og hans helsta ástíða er að elda. Ég spurði hann því hvort hann ætlaði ekki að elda fyrir mig. Hann hélt það nú,“ segir Nanna. „Ég mun væntanlega hitta þau öll. Guði sé lof þá er þetta bara yndislegt og kærleiksríkt fólk sem vill klárlega halda vel utan um sitt fólk.“ Vinkonur Nönnu verða á hliðarlínunni. „Þær verða með mynda- og upptökuvélar. Síðan held ég að það sé öruggast að við verðum allar með eins og einn pakka af vasaklútum við höndina.“
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“