Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 14:20 Carl Bildt, Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja. mynd/aðsend Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira