„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 12:43 visir/daníel Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri
Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28
Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03