Er þjóðin föl fyrir fé? Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. apríl 2014 06:00 Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun