Útlánabóla í Kína sögð ógna hagvexti í heiminum Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Háhýsi í Peking. Þegar skuldsetning er notuð til að fjármagna stórfellda byggingastarfsemi er hætt við því að á endanum verði of fáir til að kaupa allt húsnæðið. Það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs og aukins greiðslufalls lána hjá verktökum og eigendum fasteigna. Fréttablaðið/AP Í þann mund sem heimshagkerfið er að rétta úr kútnum eftir skuldakreppur Bandaríkjanna og Evrópu beina hagfræðingar sjónum sínum að nýju áhyggjuefni, sem þeir segja vera Kína. Þar sjá þeir útlánabólu sem hamlað gæti hagvexti á heimsvísu taki stjórnvöld í Kína ekki til sinna ráða. Þetta er niðurstaða könnunar fréttaveitu Associated Press (AP) á meðal þrjátíu hagfræðinga. Þeir eru engu að síður bjartsýnir á að viðleitni kínverskra stjórnvalda til að koma á efnahagsumbótum í hagkerfi landsins, sem er það næststærsta í heimi, komi til með að efla kínverska banka, slá á útlánabóluna og gagnast útflutningsfyrirtækjum í öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum, til lengri tíma litið. „Kínverjar þurfa nauðsynlega að taka á og breyta viðskiptaháttum sínum,“ segir William Cheney, aðalhagfræðingur hjá eignamiðlunarfyrirtækinu John Hancock Asset Management. „En þeir hafa líka áður sýnt að það geta þeir gert. Ég er bjartsýnn á getu þeirra til að koma á breytingum.“Sveifla aukinna útlána kínverskra banka er hins vegar sögð áhyggjuefni. Stjórnvöld í Kína hvöttu í upphafi, þegar fjármálakreppan 2008 gekk yfir, til aukinna útlána til þess að ýta undir vöxt. Stórir bankar í ríkiseigu fjármögnuðu byggingu íbúðarhúsnæðis, járnbrauta og skrifstofuháhýsa. Stór hluti lánanna fór hins vegar í staðbundin gæluverkefni embættismanna í stað þess að vera á viðskiptalegum forsendum. Í byrjun þessarar viku varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) við auknum skuldum einkaaðila í Kína og gaf út skýrslu þar sem vísað var til „vaxandi veikleika“ í fjármálakerfi Kína, þar á meðal lána utan hefðbundinna banka. Útlán í „skuggabankakerfi“ Kína eru í skýrslunni sögð samsvara fjórðungi kínverska hagkerfisins. Þá benti AGS á greiðslufall sem orðið hafi nýverið vegna greiðslukorta og annarra skulda sem bankar hafi selt fjárfestum og mikillar skuldabyrði sveitarstjórna. Haldi þessi þróun áfram „gæti það haft neikvæðar markaðsafleiðingar bæði í Kína og á heimsvísu,“ sagði í skýrslu AGS. Útlánabólan hefur orðið til þess að lóðaverð í Kína hefur tvöfaldast síðustu fimm ár, samkvæmt áætlun japanska bankans Nomura. Að mati greiningarfyrirtækisins Capital Economics fóru skuldir Kínverja sem hlutfall af hagkerfinu úr 130 prósentum árið 2008 í 200 prósent 2013. Þegar skuldir hafa aukist með viðlíka hætti áður, svo sem í húsnæðisbólunni í Bandaríkjunum, hafa fjármálakreppur að jafnaði fylgt í kjölfarið. „Það ætti að hringja viðvörunarbjöllum,“ segir Mark Williams, sérfræðingur Capital Economics í efnahagsmálum Asíu. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í þann mund sem heimshagkerfið er að rétta úr kútnum eftir skuldakreppur Bandaríkjanna og Evrópu beina hagfræðingar sjónum sínum að nýju áhyggjuefni, sem þeir segja vera Kína. Þar sjá þeir útlánabólu sem hamlað gæti hagvexti á heimsvísu taki stjórnvöld í Kína ekki til sinna ráða. Þetta er niðurstaða könnunar fréttaveitu Associated Press (AP) á meðal þrjátíu hagfræðinga. Þeir eru engu að síður bjartsýnir á að viðleitni kínverskra stjórnvalda til að koma á efnahagsumbótum í hagkerfi landsins, sem er það næststærsta í heimi, komi til með að efla kínverska banka, slá á útlánabóluna og gagnast útflutningsfyrirtækjum í öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum, til lengri tíma litið. „Kínverjar þurfa nauðsynlega að taka á og breyta viðskiptaháttum sínum,“ segir William Cheney, aðalhagfræðingur hjá eignamiðlunarfyrirtækinu John Hancock Asset Management. „En þeir hafa líka áður sýnt að það geta þeir gert. Ég er bjartsýnn á getu þeirra til að koma á breytingum.“Sveifla aukinna útlána kínverskra banka er hins vegar sögð áhyggjuefni. Stjórnvöld í Kína hvöttu í upphafi, þegar fjármálakreppan 2008 gekk yfir, til aukinna útlána til þess að ýta undir vöxt. Stórir bankar í ríkiseigu fjármögnuðu byggingu íbúðarhúsnæðis, járnbrauta og skrifstofuháhýsa. Stór hluti lánanna fór hins vegar í staðbundin gæluverkefni embættismanna í stað þess að vera á viðskiptalegum forsendum. Í byrjun þessarar viku varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) við auknum skuldum einkaaðila í Kína og gaf út skýrslu þar sem vísað var til „vaxandi veikleika“ í fjármálakerfi Kína, þar á meðal lána utan hefðbundinna banka. Útlán í „skuggabankakerfi“ Kína eru í skýrslunni sögð samsvara fjórðungi kínverska hagkerfisins. Þá benti AGS á greiðslufall sem orðið hafi nýverið vegna greiðslukorta og annarra skulda sem bankar hafi selt fjárfestum og mikillar skuldabyrði sveitarstjórna. Haldi þessi þróun áfram „gæti það haft neikvæðar markaðsafleiðingar bæði í Kína og á heimsvísu,“ sagði í skýrslu AGS. Útlánabólan hefur orðið til þess að lóðaverð í Kína hefur tvöfaldast síðustu fimm ár, samkvæmt áætlun japanska bankans Nomura. Að mati greiningarfyrirtækisins Capital Economics fóru skuldir Kínverja sem hlutfall af hagkerfinu úr 130 prósentum árið 2008 í 200 prósent 2013. Þegar skuldir hafa aukist með viðlíka hætti áður, svo sem í húsnæðisbólunni í Bandaríkjunum, hafa fjármálakreppur að jafnaði fylgt í kjölfarið. „Það ætti að hringja viðvörunarbjöllum,“ segir Mark Williams, sérfræðingur Capital Economics í efnahagsmálum Asíu.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira