Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 18:30 Vísir/Vilhelm Magnús Ármann, eigandi Imon ehf, segir að full alvara hafi verið á bak við kaup Imon á bréfum í Landsbanka Íslands örfáum dögum fyrir efnahagshrunið. Hann hafi séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði til að hagnast mikið ef ástandið lagaðist. Aðalmeðferð í Imon málinu svokallaða hélt áfram í héraðsdómi í dag. Þar eru þau Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir lán bankans til Imon á rúmlega 5 milljörðum til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum örfáum dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti. Magnús rakti aðdraganda viðskiptanna sem hann sagðist sjálfur hafa haft frumkvæði að. Hann sagðist hafa séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði bankans og á sá vitnisburður sér stoð í gögnum málsins þar sem meðal annars má finna bréf frá Magnúsi til Fjármálaeftirlitsins frá því í janúar 2009 þar sem hann segir meðal annars:Imon ehf. taldi að á þeim tíma sem um ræddi að kaupin væru góð fjárfesting þótt áhættusöm væru. Mikil áhætta getur leitt til mikils hagnaðar og var sú hagnaðarvon og trú á Landsbankanum grundvöllur viðskiptanna. Meðal annarra vitna í dag voru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankráðs Landsbanka Íslands og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson en þeir voru stærstu eigendur bankans. Þeir sögðust báðir enga aðkomu hafa haft að þeim málum sem ákært er fyrir. Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns spurði Björgólf ítarlega út í tengsl hans við félagið Pro Invest, sem Björgólfur sagði engin vera, en lánveitingar til þess félags frá Landsbankanum í Lúxemburg til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir ríflega fjóra milljarða í lok september 2008, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ástæða þessara spurninga var sú að meðal gagna málsins er skjal þar sem starfsmaður Novator, félags í eigu Björgólfs, skrifaði undir lánalengingu fyrir Pro Invest. Tengdar fréttir Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58 Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Magnús Ármann, eigandi Imon ehf, segir að full alvara hafi verið á bak við kaup Imon á bréfum í Landsbanka Íslands örfáum dögum fyrir efnahagshrunið. Hann hafi séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði til að hagnast mikið ef ástandið lagaðist. Aðalmeðferð í Imon málinu svokallaða hélt áfram í héraðsdómi í dag. Þar eru þau Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir lán bankans til Imon á rúmlega 5 milljörðum til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum örfáum dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti. Magnús rakti aðdraganda viðskiptanna sem hann sagðist sjálfur hafa haft frumkvæði að. Hann sagðist hafa séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði bankans og á sá vitnisburður sér stoð í gögnum málsins þar sem meðal annars má finna bréf frá Magnúsi til Fjármálaeftirlitsins frá því í janúar 2009 þar sem hann segir meðal annars:Imon ehf. taldi að á þeim tíma sem um ræddi að kaupin væru góð fjárfesting þótt áhættusöm væru. Mikil áhætta getur leitt til mikils hagnaðar og var sú hagnaðarvon og trú á Landsbankanum grundvöllur viðskiptanna. Meðal annarra vitna í dag voru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankráðs Landsbanka Íslands og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson en þeir voru stærstu eigendur bankans. Þeir sögðust báðir enga aðkomu hafa haft að þeim málum sem ákært er fyrir. Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns spurði Björgólf ítarlega út í tengsl hans við félagið Pro Invest, sem Björgólfur sagði engin vera, en lánveitingar til þess félags frá Landsbankanum í Lúxemburg til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir ríflega fjóra milljarða í lok september 2008, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ástæða þessara spurninga var sú að meðal gagna málsins er skjal þar sem starfsmaður Novator, félags í eigu Björgólfs, skrifaði undir lánalengingu fyrir Pro Invest.
Tengdar fréttir Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58 Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58
Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41
Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36