Bjóða fólki mat úr ruslagámum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 15:18 Sex meðlimir hópsins Ruslaurant. Hópur sem kallar sig Ruslaurant ætlar næstkomandi fimmtudag að bjóða gestum og gangandi upp á mat sem veiddur hefur verið upp úr ruslagámum matvöruverslana og veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sjö skipa hópinn og eru þau öll nemendur í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Markmið þeirra er að vekja athygli á öllum þeim mat sem fer til spillis daglega. „Árlega er einum þriðja af öllum mat hent. Á meðan svelta milljónir manna,“ segir Jónbjörn Finnbogason, einn af meðlimum hópsins og segir hann það staðreynd að þessum sóuðu matvælum mætti vafalaust verja betur. Hópurinn byrjaði í síðustu viku að leita matar og segir Jónbjörn það hafa komið á óvart hversu mikið af góðum mat hafi fundist. „Oft var þetta bara útlitsgalli á umbúðunum og pakkningarnar voru í einhverjum tilfellum einungis klístraðar,“ segir hann og bætir við að margt af því sem fannst renni ekki út fyrr en eftir eitt til tvö ár. Reiða fram mat úr gámi Hópurinn vakti athygli á viðburðinum á Facebook í gærkvöld og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa, því tæplega hundrað og fimmtíu manns hafa boðað komu sína. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við svona góðum viðbrögðum og ótrúlegasta fólk hefur haft samband við okkur.“ Viðburðurinn fer fram eins og fyrr segir næstkomandi fimmtudag og er hann haldinn að Járnbraut 1 á Granda. Hópurinn hefur komið sér upp eldunaraðstöðu og verður eldað ofan í almenning þeim að kostnaðarlausu. „Við ætlum að reyna að skapa skemmtilega stemmningu og munum við reiða fram matinn úr gámi,“ segir Jónbjörn og segir að allt það sem í boði verður sé gert úr gæðahráefni og segir fólk ekki þurfa að óttast að maturinn kynni að vera skemmdur. „Það er aldrei að vita nema við gerum þetta aftur,“ segir Jónbjörn að lokum. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hópur sem kallar sig Ruslaurant ætlar næstkomandi fimmtudag að bjóða gestum og gangandi upp á mat sem veiddur hefur verið upp úr ruslagámum matvöruverslana og veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sjö skipa hópinn og eru þau öll nemendur í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Markmið þeirra er að vekja athygli á öllum þeim mat sem fer til spillis daglega. „Árlega er einum þriðja af öllum mat hent. Á meðan svelta milljónir manna,“ segir Jónbjörn Finnbogason, einn af meðlimum hópsins og segir hann það staðreynd að þessum sóuðu matvælum mætti vafalaust verja betur. Hópurinn byrjaði í síðustu viku að leita matar og segir Jónbjörn það hafa komið á óvart hversu mikið af góðum mat hafi fundist. „Oft var þetta bara útlitsgalli á umbúðunum og pakkningarnar voru í einhverjum tilfellum einungis klístraðar,“ segir hann og bætir við að margt af því sem fannst renni ekki út fyrr en eftir eitt til tvö ár. Reiða fram mat úr gámi Hópurinn vakti athygli á viðburðinum á Facebook í gærkvöld og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa, því tæplega hundrað og fimmtíu manns hafa boðað komu sína. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við svona góðum viðbrögðum og ótrúlegasta fólk hefur haft samband við okkur.“ Viðburðurinn fer fram eins og fyrr segir næstkomandi fimmtudag og er hann haldinn að Járnbraut 1 á Granda. Hópurinn hefur komið sér upp eldunaraðstöðu og verður eldað ofan í almenning þeim að kostnaðarlausu. „Við ætlum að reyna að skapa skemmtilega stemmningu og munum við reiða fram matinn úr gámi,“ segir Jónbjörn og segir að allt það sem í boði verður sé gert úr gæðahráefni og segir fólk ekki þurfa að óttast að maturinn kynni að vera skemmdur. „Það er aldrei að vita nema við gerum þetta aftur,“ segir Jónbjörn að lokum.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira