Körfubolti

Ákveðið síðar í dag hvort það eigi að refsa Ólafi | Síminn stoppar ekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur í leiknum í gær.
Ólafur í leiknum í gær. vísir/valli
Ummæli Grindvíkingsins Ólafs Ólafssonar í viðtali á Stöð 2 Sport í gær hafa verið mikið á milli tannanna á fólki í dag.

Þar líkti hann Grindavíkurliðinu við fermingarstelpur á túr. Internetið logaði í kjölfarið og vilja margir að Ólafi verði refsað fyrir þessi ósmekklegu ummæli.

"Við erum að vinna í þessu núna. Það verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort eitthvað verði aðhafst í málinu. Við munum senda frá okkur tilkynningu," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi en það hefur verið brjálað að gera hjá honum síðan málið kom upp.

"Síminn hefur varla stoppað. Það er alls konar fólk að hringja utan úr bæ sem hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Það er eiginlega ekki vinnufriður," segir Hannes og bætir við.

"Ég hef einnig fengið mikið af tölvupósti og þetta mál hefur átt hug okkar síðan í gær."


Tengdar fréttir

Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×