Vinstri græn berjast fyrir friðlýsingu húsa Sóley Tómasdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar