Græn höfuðborg Skúli Helgason skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar