Minjavörður gerir ráð fyrir því að húsið verði gert upp Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2014 17:15 Sigurður Gíslason, Þór Hjaltalín og Pálmi Gestsson við húsið í morgun. Vísir/Hafþór „Það sem ég sá er í rauninni að húsið er betur farið en ég átti von á. Það er líka meira varðveitt í því en ég átti von á. Ég hafði heyrt að mörgu hefði verið skipt út en það er ekki. Það er margt upprunalegt í húsinu,“ segir Þór Hjaltalín, minjavörður Vesturlands. „Ég er hér í Bolungarvík fyrst og fremst til að afla gagna. Bæði varðandi húsið og sögu þess og svo skoða ástand hússins.“ Hann skoðaði húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík í morgun, en það varð frægt í síðustu viku þegar Valdimar Lúðvík Gíslason skemmdi það með vinnuvél. Varðandi upprunalega hluti í húsinu nefnir Þór að upprunalegan panil sé enn að finna þár ásamt öðru. Hann segir einnig að sé húsið borið saman við lýsingu Vilmundar Jónssonar, landlæknis, af húsinu á Látrum í Aðalvík, sé ljóst að þetta sé upprunaleg gerð hússins.„Það hafa orðið á því töluverðar skemmdir, eins og menn sjá á myndum. Það versta í þessu er kannski það að skorsteinninn hafi verið brotinn. Því miður.“ Þór segir mikinn burð vera í skorsteininum og í raun hafi það bjargað húsinu að hann skyldi hafa stoppað á millivegg. „Ef hann hefði farið alveg niður hefði hann hugsanlega rifið þakið með sér. Þá hefði verið mikið minna eftir af húsinu. Þessi milliveggur hefur bjargað húsinu en skorsteinninn liggur og togar í þakið. Það er spurning hvort það þurfi ekki að rétta á þessu fyrir veturinn,“ segir Þór.Húsið er í fínu standi „Við gátum tekið múklæðningu aðeins utan af húsinu og undir henni er viðurinn merkilega heill og ófúinn. Það er aðeins fúi neðst í borðunum við fótstykkið. Að öðru leyti er þetta í fínu standi. Kjallarinn sömuleiðis. Þetta er góður hlaðinn grunnur sem hefur verið múraður að innan. Hann er þurr og fínn, þannig að golfbitar og annað er einnig í fínu standi.“ „Ég á ekki von á öðru en að menn ráðist í það að gera húsið upp og laga það. Þetta er ekki það stórt hús og það gætu margir ráðist í þetta verk og gert það vel,“ segir Þór. Hann tekur þó fram að bærinn eigi húsið og ekki er komið í ljós hvað menn vilji gera með það. Nokkrir aðilar hafa undanfarin ár lýst yfir áhuga á því að taka við húsinu. „Oft er nú með svona hús að það þarf að finna þeim hlutverk og einhverja sem vilja taka þau að sér og tryggja varðveislu þeirra. Það held ég að sé ekki vandamálið í þessu tilfelli.“Þannig að húsið lítur í raun merkilega vel út? „Já það er niðurstaðan. Nú er ég bara að ganga frá minni skýrslu og svo förum við á Minjastofnun yfir næstu skref. Það verður unnið áfram í málinu.“ Þór mun vera með erindi á opnum fundi í félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld undir nafninu: Friðun húsa og lagaumhverfi. Tengdar fréttir "Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Pálmi Gestsson, leikari,stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. 14. júlí 2014 22:36 „Húsið er nákvæmlega eins og það var í Aðalvík“ Sigurður Gíslason fæddist í húsi sem skemmt var í Bolungarvík á dögunum. 15. júlí 2014 14:45 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það sem ég sá er í rauninni að húsið er betur farið en ég átti von á. Það er líka meira varðveitt í því en ég átti von á. Ég hafði heyrt að mörgu hefði verið skipt út en það er ekki. Það er margt upprunalegt í húsinu,“ segir Þór Hjaltalín, minjavörður Vesturlands. „Ég er hér í Bolungarvík fyrst og fremst til að afla gagna. Bæði varðandi húsið og sögu þess og svo skoða ástand hússins.“ Hann skoðaði húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík í morgun, en það varð frægt í síðustu viku þegar Valdimar Lúðvík Gíslason skemmdi það með vinnuvél. Varðandi upprunalega hluti í húsinu nefnir Þór að upprunalegan panil sé enn að finna þár ásamt öðru. Hann segir einnig að sé húsið borið saman við lýsingu Vilmundar Jónssonar, landlæknis, af húsinu á Látrum í Aðalvík, sé ljóst að þetta sé upprunaleg gerð hússins.„Það hafa orðið á því töluverðar skemmdir, eins og menn sjá á myndum. Það versta í þessu er kannski það að skorsteinninn hafi verið brotinn. Því miður.“ Þór segir mikinn burð vera í skorsteininum og í raun hafi það bjargað húsinu að hann skyldi hafa stoppað á millivegg. „Ef hann hefði farið alveg niður hefði hann hugsanlega rifið þakið með sér. Þá hefði verið mikið minna eftir af húsinu. Þessi milliveggur hefur bjargað húsinu en skorsteinninn liggur og togar í þakið. Það er spurning hvort það þurfi ekki að rétta á þessu fyrir veturinn,“ segir Þór.Húsið er í fínu standi „Við gátum tekið múklæðningu aðeins utan af húsinu og undir henni er viðurinn merkilega heill og ófúinn. Það er aðeins fúi neðst í borðunum við fótstykkið. Að öðru leyti er þetta í fínu standi. Kjallarinn sömuleiðis. Þetta er góður hlaðinn grunnur sem hefur verið múraður að innan. Hann er þurr og fínn, þannig að golfbitar og annað er einnig í fínu standi.“ „Ég á ekki von á öðru en að menn ráðist í það að gera húsið upp og laga það. Þetta er ekki það stórt hús og það gætu margir ráðist í þetta verk og gert það vel,“ segir Þór. Hann tekur þó fram að bærinn eigi húsið og ekki er komið í ljós hvað menn vilji gera með það. Nokkrir aðilar hafa undanfarin ár lýst yfir áhuga á því að taka við húsinu. „Oft er nú með svona hús að það þarf að finna þeim hlutverk og einhverja sem vilja taka þau að sér og tryggja varðveislu þeirra. Það held ég að sé ekki vandamálið í þessu tilfelli.“Þannig að húsið lítur í raun merkilega vel út? „Já það er niðurstaðan. Nú er ég bara að ganga frá minni skýrslu og svo förum við á Minjastofnun yfir næstu skref. Það verður unnið áfram í málinu.“ Þór mun vera með erindi á opnum fundi í félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld undir nafninu: Friðun húsa og lagaumhverfi.
Tengdar fréttir "Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Pálmi Gestsson, leikari,stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. 14. júlí 2014 22:36 „Húsið er nákvæmlega eins og það var í Aðalvík“ Sigurður Gíslason fæddist í húsi sem skemmt var í Bolungarvík á dögunum. 15. júlí 2014 14:45 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Pálmi Gestsson, leikari,stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. 14. júlí 2014 22:36
„Húsið er nákvæmlega eins og það var í Aðalvík“ Sigurður Gíslason fæddist í húsi sem skemmt var í Bolungarvík á dögunum. 15. júlí 2014 14:45
105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43