Innlent

Ísraelar fallast á tillögu Egypta um vopnahlé

Jakob Bjarnar skrifar
Ísraelsk flugskeyti send á göng sem notuð eru til smygls milli Egyptalands og Gasa, nánar tiltekið Rafah á sunnaverðu Gasa-svæðinu.
Ísraelsk flugskeyti send á göng sem notuð eru til smygls milli Egyptalands og Gasa, nánar tiltekið Rafah á sunnaverðu Gasa-svæðinu. ap
Ísraelar hafa samþykkt tillögu Egypta um vopnahlé á Gasa-svæðinu. Hamas-samtökin hafa ekki enn svarað tillögunni formlega en vopnaður armur Hamas hafa fyrir sína parta sagt að tillagan feli í sér uppgjöf og það muni þeir ekki geta fallist á.

Í tilögunni felst að að eldflaugaárásum verði þegar í stað hætt og að í kjölfarið taki við viðræður í Kæró, þar sem saman koma háttsettir menn deiluaðila. Palenstínsk yfirvöld hafa gefið frá sér að í það minnsta 192 hafi fallið í flugskeytaárásum Ísraela sem hófust fyrir átta dögum. Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra, gaf það út fyrir skömmu að þeim myndi ekki ljúka meðan Hamas haldi áfram að senda eldflaugar sínar yfir landamærin, til Ísrael, en engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×