Innlent

Óvissustigi létt af í Múlakvísl

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Óvissustigi hefur verið aflétt en mælingar sýna hættulegar gastegundir í jarðhitavatni sem rennur undan jöklinum.
Óvissustigi hefur verið aflétt en mælingar sýna hættulegar gastegundir í jarðhitavatni sem rennur undan jöklinum. Fréttablaðið/Pjetur
Óvissustigi vegna vatnavaxta og hlaupa í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi hefur verið létt af.

Ákvörðun um afléttingu óvissustigs tók ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli.

Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum.

Vegna mögulegrar gas- og flóðahættu er þó enn mikilvægt að ferðamenn sýni sérstaka varkárni á svæðinu eftir sem áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×