Erlent

Interview sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum

vísir/afp
Kvikmyndin The Interview var sýnd í nokkrum útvöldum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum í gær. Sony hafði áður tilkynnt að myndin yrði ekki frumsýnd á jólunum eins og til stóð eftir tölvuárás á fyrirtækið og hótanir um ofbeldi yrði grínmyndin sýnd.

Eftir að hafa fengið á sig töluverða gagnrýni í kjölfarið, meðal annars frá forseta Bandaríkjanna sem sagði tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum vera ógnað, virðist Sony hafa skipt um skoðun. Myndin var þó aðeins sýnd í litlum, sjálfstæðum kvikmyndahúsum í gær.


Tengdar fréttir

Sony mun sýna The Interview

Hætt var við að koma myndinni í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta.

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

BitTorrent vill birta The Interview

Fjölmargir hafa beðið Sony um að birta kvikmyndina á netinu, en stóru efnisveiturnar hafa ekki stigið fram.

Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum

„Orðrómar um netárás Norður-Kóreu var búinn til af leppstjórn Suður-Kóreu,“ segir í tilkynningu frá Pyonyang.

Team America tekin úr sýningu

Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×