Handbolti

Öruggur sigur í Makedóníu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rut ber fyrirliðabandið í fjarveru Karenar
Rut ber fyrirliðabandið í fjarveru Karenar vísir/ernir
Ísland lagi Makedóníu 28-22 í síðasta leik sínum í forkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem fram fer í Danmörku að ári liðnu. Ísland vann alla fjóra leiki sína í forkeppninni.

Karen Knútsdóttir lék ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla en fór á kostum í hinum leikjunum þremur í forkeppninni.

Makedónía var á undan að skora fyrstu tíu mínútur leiksins en upp frá því var íslenska liðið með frumkvæðið í leiknum.

Þó munaði aðeins einu marki í hálfleik en Ísland var 12-11 yfir en leikurinn bar þess glögglega merki að hann skipti engu máli því Ísland hafði tryggt sér sigur í riðlinum fyrir leikinn og sæti í umspili um laust sæti á HM í Danmörku.

Íslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Erfiðlega gekk þó að hrista makedónska liðið af sér þó sigur Íslands hafi verið öruggur í lokin.

Mörk Íslands: Arna Sif Pálsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 5, Brynja Magnúsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 12 og Melkorka Mist Gunnarsdóttir 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×