Sport

Eygló komst ekki í undanúrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eygló Ósk
Eygló Ósk vísir/pjetur
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 27. sæti í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra leik í Doha í Katar í morgun. Hún hefur nú lokið keppni.

Eygló synti á tímanum 27,82 sekúndunum  en 16 efstu komust í undanúrslitin af 69 keppendum. Eygló náði ekki að ógna Íslandsmeti Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur sem er 27,45 sekúndur.

Kristófer Sigurðsson keppti í undanrásum í 100 metra skriðsundi og kom í mark á 50,93 sekúndum sem dugði honum í 64. sæti.

Tveir íslenskir keppendur kepptu í 100 metra fjórsundi karla. Kristinn Þórarinsson varð 50. á tímanum 56,95 sekúndum. Kolbeinn Hrafnkelsson var 53. á 57,26 sekúndum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Kristófer Sigurðsson, Inga Elín Cryer og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson  kepptu fyrir Ísland í fjórum sinnum 50 metra skriðsundi. Þau höfnuðu í 13. sæti og komust ekki í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×