NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. desember 2014 13:15 Allt fór eins og til var ætlast þegar Orion var skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær. Vísir/AP Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á. Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á.
Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30
Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41
Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38